Kyrrð og ró í sveitinni
Sími: 486-8905 og 861-1915      Hrosshagi, Bláskógabyggð, 801 Selfoss
Útleiga á sumarbústað á fallegum stað í Biskupstungum, f 4-6.  Bústaðurinn sem er 45 m2, er hlýlegur og vel búinn. Eitt svefnherbergi með hjónarúmi og koju, svefnsófi í stofu og möguleiki á aukarúmi. Góð eldunaraðstaða, gasgrill. Heitur pottur.
Stutt í margar náttúruperlur og sögustaði; Geysi, Gullfoss, Skálholt, Laugarvatn og Þingvelli. Útsýni yfir vatnasvæði til Heklu og Eyjafjallajökuls. Hefðbundinn búskapur er stundaður á bænum og fólk velkomið að koma í fjós. Skógrækt á jörðinni og þar eru skemmtilegar gönguleiðir. Einnig mikið fuglalíf á Hrosshagavík.  Við veg 35.